February 14, 2006

~ valentínusardagur ~

Á gangi um borgina.....

Kona með rós í hönd, rauða rós.
Kona með blómvönd.
Kona með rós.
Maður að kaupa blóm.
Maður með rós í hönd.
Óvenjumörg pör að kúra saman á grasinu fyrir framan bókasafn Viktoríufylkis.

Hhhmm.....Valentínusardagurinn í dag.....jájájá....alveg rétt :o)

Af því tilefni datt mér í hug að tríta sjálfa mig smá. Keypti súkkulaðikökubita og kókómjólk. Labbaði mér inn í fallegan garð. Naut þess að sitja í grasinu og smjatta á dýrindis súkkulaðiköku. Hallaði mér aðeins. Sólin skein, hlýtt og gott, svo afslappað, bara frábært :o)

Plomm....

Hvað var nú þetta? Nei sko, var ekki bara einn gæinn að opna kampavínsflösku fyrir dömuna sína :o) og korktappinn kom næstum því fljúgandi í hausinn á mér! hehehe.....
já, það voru þónokkur pör í garðinum í dag, með teppi, smá nesti í nestiskörfu, vín og vínglös. rómantíkin í loftinu og allt um kring, valentínusardagur og skál fyrir því.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter