August 13, 2007

nýtt tungumál

amm...er í tungumálanámi, era læra viðskiptaensku.

Eða sko, mér líður doldið þannig af því í fyrstu skildi ég ekki eitt einasta mikilvægt orð í bókinni í bókhaldinu og það tók alveg ofsalega langan tíma að komast framúr fyrstu köflunum. Tilað bæta svörtu oná kolgrátt, þá talaði kennarinn gríðarlega hratt í fyrsta tímanum og maður þurfti að hafa sig ALLAN við til að fylgjast með. Og þetta eru akkurat engar ýkjur - eyrun voru ca dottin af eftir þennan tíma. Einbeitingin var líka þvílík og það stanslaust í 2 klukkustundir, að ég gat ekkert annað gert það sem eftir lifði þess kvölds. Og ég hélt að maður væri orðinn smá sjóaður eftir að hafa verið í skóla síðasta eitt og hálft árið...

Reyndar fínt að byrja á svona "sjokk" tíma....tímarnir geta amk varla orðið verri en þessi.

En.....og stórt EN....það er virkilega gaman að svona áskorun, gaman að fara í eitthvað algjörlega nýtt og já, líka ansi góðan skóla. Það reynir á og er doldið krefjandi. Lesa í risastóru bókhaldsbókinni, með orðabókina við hliðina, og finnast akkurat ekkert ganga. Að vita svo fyrir víst að erfiðið skilar árangri er ansi sæt tilfinning og auðvitað mjög hvetjandi. En það eru lokaprófin í nóvember sem skipta öllu....og þau eru víst ekkert djók. Ég tel vænlegast að halda bara áfram sama plani, lesa fyrir alla fyrirlestra og reikna öll dæmi fyrir dæmatíma....sjáum svo í desember hverju þetta plan skilar.

En maður er nú ekki alltaf að drekkja sér í viðskiptaskruddunum....

á föstudögum hittist lítill hópur af nemendum og horfir á bíómynd um ástralska sögu, ástralskt samfélag. Allavega svona ástralskt eitthvað. Um daginn sáum við Rabbit-Proof Fence og síðasta föstudag var það The Tracker. Báðar myndirnar hafa sterk skilaboð og ýttu undir ansi fjörlega umræðu um frumbyggja þessa lands - málefni sem er jú einnig í brennidepli á pólitíska sviðinu. Tilheyrandi að deila smá bút....
Hvernig ætti að bregðast við barnanauðgunum og alkóhólisma meðal frumbyggja þessa lands?
Er herinn rétta aflið til að taka á þessu flókna máli?
Er árangursríkasta leiðin að banna sölu áfengis til frumbyggja?
Á forsætisráðherrann að búa til "fyrirgefið dag" og biðjast þannig afsökunar á gjörðum hvíta mannsins gegn frumbyggjunum, með tilheyrandi fjárútlátum og játa ábyrgð á því sem gerðist fyrir áratugum síðan?
Á að greiða frumbyggjum, sem voru ungir að aldri numdir á brott frá foreldrum sínum, skaðabætur?
Alls konar svona spurningar vakna eftir þessar sterku kvikmyndir - spurningar sem rata á forsíður dagblaðanna þessa dagana.

Jæja, þessi skrif eru orðin rækilega pólitísk. Allt í lagi að varpa fram spurningum, en persónulegum skoðunum held ég utan þessa opna ritsvæðis.

Hrísgrjónagrautur - mmmm....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jei, gaman að læra reikningshald!!! Kannast við að vera með stóra bók um reikningshald í annarri hendi og orðabók í hinni ;o) Gangi þér vel

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter