May 29, 2007

vinningslið

ég var ekki í hópíþrótt þegar ég var yngri

kemur því kannski ekki á óvart,
að ég upplifði það ekki að vera í vinningsliði í hópíþrótt
(jamm, afleiðing fyrstu fullyrðingarinnar)

hins vegar.....í dag, upplifði ég það að vera í vinningsliði.
(reyndar ekki í fyrsta sinn) - og já, það var í skólanum.

það er eitthvað magnað sem gerist þegar við þrjú vinnum saman....
sköpunarmátturinn spanast upp,
þorstinn eftir því að vita meira er óslökkvandi
og við erum ákveðin í að gera betur en síðast.

lokapunkturinn, að minnsta kosti í bili í þessum hóp okkar, var í dag.
fyrirlestur.
30 mínútum síðar, þegar við höfðum flutt fyrirlesturinn, svarað spurningum og fengið okkur sæti aftur, varð mér litið á félaga mína...
þrír þumalputtar upp í loft, bros út að eyrum og geislandi augun
-þrír stúdentar í sjöunda himni-

frábær tilfinning....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter