June 25, 2007

eftir USA

Jæja, USA ævintýrið búið. Tíminn nýttur til hins ýtrasta; svo vel nýttur að stelpan var alveg úrvinda þegar heim var komið. Svaf tvisvar sinnum ca 18 klukkustundir! Fyrstu nóttina rumskaði ég eitthvað smá eftir 16 tíma svefn og hélt svo bara áfram að sofa í tvo tíma í viðbót. Held ég hafi nú bara sjaldan á ævi minni sofið svona svakalega mikið....

Ferlega fyndið og líka skrítið að eiga afmæli um borð í flugvél. Flugfélagið var elegant á þessu; bauð ammlisbarninu kampavín áður en vélin fór í loftið og svo líka rétt fyrir lendingu. Svo hefur þetta flugfélag líka extra langt á milli sætanna og hægt að halla sætinu frekar mikið. Þannig að jájájá, þetta var bara fínasta ammli :o) held ég hafi reyndar sofið ammlið sjálft af mér, þeas verið sofandi þegar vélin flaug yfir daglínuna.

Dagurinn í dag fór í skriffinnsku.
Eða ok, þetta byrjaði í gær; fyllti út eyðublað sem var litlar 24 blaðsíður. 24!! Ein undirritun var ekki nóg, heldur þurfti þrjár undirritanir frá stelpunni á þennan pappírsbunka. Það er aldeilis - mætti halda maður væri frægur ;o)

Í dag byrjaði svo ballið fyrir alvöru...fara með pappírsbunkann í stóra húsið (útlendingaeftirlitið) ca á móti Þinghúsinu.
Bíða í biðröð. Bíða. Bíða.
"Ég er að koma með þessa umsókn..." og var afhent númer um leið og konan sagði "það er doldið löng bið í dag, gæti orðið um það bil hálftími"
1, 2, 3, 4, ..... taldi gróflega fólkið sem beið í salnum. Ca 100 manns að bíða, í alltof litlum sal. Troðningur og svitafýla.
Og loksins kom að mér, eftir ekkert svo langa bið.
Stelpan við tölvuna pikkaði eitthvað inn, "svona, komið, þú þarft ekki að hugsa meira um þetta"
Jess, lítið mál! hugsaði ég en var samt ekki alveg að trúa þessu....fór á netið, skoðaði ferlið og hringdi líka í þetta apparat. Höfðu orðið smá mistök, starfsmaðurinn hafði ekki þekkt þetta nógu vel, mér sagt að koma aftur.
Ég trítlaði aftur niðrettir í stóra húsið ca á móti Þinghúsinu.
Beið í biðröð. Beið og beið og beið....til að fá miða í næstu biðröð. En nei, enginn miði. Í þetta sinn var mér sagt að hringja í eitt símanúmer og panta viðtalstíma.
Tók upp tólið og hringdi.
"Velkomin(n)....í dag er mikið að gera hjá okkur, afsakaðu töfina....." og ég beið. Beið. Beið. Og beið í símanum.
Loksins svaraði einhver á hinum enda línunnar. Spurt um fjölskyldunafn, eigið nafn, heimilisfang, póstfang, póstnúmer, símanúmer, tölvupóstfang....Og allt stafað tvisvar sinnum og endurtekið tvisvar sinnum - verður að vera rétt, jú sí.
Einhvern veginn hafði ég þá ranghugmynd að það væri einfalt að panta viðtalstíma klukkan 3 á morgun - það tókst loksins eftir 10 mínútna símtal og skráningu á hinum ýmsustu upplýsingum.

Svo sem fínt að eyða deginum í eitthvað svona innandyra-biðraða-skriffinnsku-apparat því það er svo skrambi kalt utandyra. Mér finnst samt miklu skemmtilegra að kíkja á kaffihús :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

döh fill mí in hvað var þetta allt svo fyrir ..????
á að fá sér vinnu í líunni eða ???

3:05 PM  
Blogger Katrin said...

no problemo....var að sækja um nýja stúdenta-vegabréfsáritun og það tókst á endanum :o)

4:07 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter