May 21, 2007

haustdagur

það er haust í Melbourne....
trén hafa dreift laufblöðunum sínum út um allar götur og þau bara liggja þarna. Það er haust í marga daga, ekki bara ca einn dag einsog á Íslandinu. Laufblaðahrúgur á gangstéttum, maður kemst ekki hjá því að vaða laufblöð á leiðinni heim. Það er eitthvað heillandi við þetta margra-daga-haust. Og þar sem ég er svo heilluð af haustinu, tók ég upp eitt af þessum milljón laufblöðum sem voru að hvíla sig á gangstéttinni. Kom því vel fyrir undir góðum stafla af skólabókum.
Einn daginn fer þetta laufblað svo í ramma, undir gler og upp á vegg. Til að minna mig á fallega haustið í Melbourne.

eða.....kannski er bara kominn vetur?
Að minnsta kosti hefur ekki veitt af úlpu undanfarið og vettlingar hafa fengið að fljóta með. Er stundum skrambi kalt í þessari borg. Og á morgnana kemur ískaldur blástur inn um gluggann, sem er reyndar mjög frískandi.

haustvetur - er það ekki bara? :D

Dagurinn í dag, hálfdrungalegur eitthvað. Held að þessi gráu ský skýri það, kannski líka rigningin.
Labbaði mér inn á kaffihús. Keypti uppáhaldskaffið og labbaði mér upp á efri hæðina. Þægileg tónlist á fóninum. Fór úr úlpunni og tyllti mér í stóran, mjúkan stól. Hef lært af reynslunni, að bíða í doldinn tíma.....því annars er kaffið alltof heitt. Á meðan kaffið var aðeins að kæla sig, varð mér litið út um gluggann; tré, með örfá laufblöð sem bærðust til í sunnangolunni. Lítil hús í viktorískum byggingarstíl og málningin aðeins farin að flagna af þeim. Skemmtileg andstæða við skýjakljúfana. Sporvagn sem rennur eftir teinunum sínum. Melbourne, borgin sem mér þykir svo undurvænt um.
Og næsti sporvagn rennur hjá. Rennur áfram svipað og námið mitt; mastersgráða í höfn, að öllum líkindum, eftir örfáa daga.

Kaffið búið að ná drykkjarhæfu hitastigi......ahhh....hvað kaffisopinn getur nú verið góður.
Það er eitthvað svo mikil kyrrð og værð í loftinu. Kannski hefur djassinn hennar Holiday sem er á fóninum þessi áhrif, eða kannski er það bara haustið....það er að minnsta kosti einstaklega slakandi að tylla sér svona við gluggann og horfa út. Horfa á húsin, mannlífið, borgina.

Rölti mér út í heillandi haustið.
Taka-með kaffið kemur með á fundinn sem byrjar klukkan fjögur.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ertu að klára strax!! vá hvað tíminn líður, gangi þér vel á lokasprettinum ;)

... og París já borg sem vert er að heimsækja allavega einu sinni ef ekki oftar :)

8:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

hey hvenær ertu ad klára, ég hélt thad væri nú alveg ørugglega nokkrir mánudir í thad... tíminn lídur sko hratt. knús úr vor/sumrinu í DK:)

8:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er þetta telpa - það er að koma sumar, ég held þú sért eitthvað að ...... Erum úti að mála dag eftir dag. Það er alveg á hreinu að það er að koma sumar.

Kveðja
Svenni

7:59 PM  
Blogger Jon Olafur said...

Hvaða sumar ert þú að tala um, Svenni? Ég veit ekki betur en að það hafi verið slydda og haglél í dag og gær og það 20.-21.MAÍ

8:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Etu þú líka komin til Ástralíu Jón?

kv Sveinn

9:19 PM  
Blogger Katrin said...

ahaha :D

ég er reyndar alveg sammála, það er að koma sumar a Íslandi. Mig bara grunar einhvern veginn að það sé ekki enn aaaalveg komið ;o)

er þetta ekki bara munurinn a veðrinu i 112 (sumar) og svo i Hafnarfirðinum (vetur)?? spurning :D

8:27 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter