June 12, 2007

USA

Jæja, þá er bara að græja örfáa hluti.....og ég er farin til USA! :D

Flugið fer á hádegi á morgun, miðvikudag, kl 12:00pm.
Þessi tímasetning hefur fengið mig til að spá doldið í klukkunni og flugi. Einsog ég sé það, þá getur þessi tímasetning verið mikið villandi. Hvort er td átt við að flugið sé á hádegi eða á miðnætti?
Þegar klukkan er akkkurat hádegi, hvort er hún þá am eða pm? Og sömuleiðis, þegar klukkan er akkurat miðnætti, hvort er hún þá am eða pm?
Mér finnst fáránlegt að flug - eitthvað sem maður vill alls, alls ekki missa af - hafi svona líka villandi tímasetningu. Legg til að það verði alfarið tekin upp 24 tíma klukka í fluginu, sleppa þessu am og pm. Þegar klukkan er í 24 tíma kerfinu, þá leikur enginn vafi á hvað klukkan er, hún 12 (hádegi) eða 00/24 (miðnætti). En auðvitað má deila um það hvort 24 tíma klukkan ætti að byrja á núlli (enda á 23:59), byrja á 00:01 (enda á 24) eða hreinlega byrja á 1 (enda á 24:59). En ég tel að það breyti litlu, 00/24 væri miðnætti og því yrði td 00:30 og 24:30 jafngilt (30 mínutur eftir miðnætti).
Og já, þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona flug/klukku pælingar koma upp....varð að fínustu verk/stærðfræðilegu röksemdafærslum fyrir nokkrum mánuðum. Skemmtilegar pælingar.

Jebbs, USA.....nánar tiltekið Salt Lake City, með fólki sem kemur frá öllum heimsins löndum. Hún ég hlakkar alveg sooooona mikið til :o)
Fer í loftið 13. júní og lendi sama dag, 25 mínútum eftir að vélin fór í loftið.....þrátt fyrir að hafa stoppað smá á Nýjá-Sjálandi og flogið yfir allt Kyrrahafið. Talandi um að fljúga hratt, ha! hehe...
Brottför frá Salt Lake City 17. júní og lent í Melbourne þann 19. Sem þýðir......daramm daramm....að ég mun eiga afmæli (18. júní) í háloftunum þetta árið! Verð greinilega ansi hátt uppi þennan ammlisdaginn, hehe....
Helsta spekúlering matvælafræðingsins: Skyldi Loft New Zealand bjóða ammlisstelpunni uppá ammlisköku (súkkulaðiköku takk, ekkert rjómaklessufínerí)? Kemur allt í ljós...

Til að hafa það á hreinu, þá hef ég marg dobbúl tjékkað þennan tíma á fluginu....og það er hádegi ;o)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæhó góða ferð til the US of A :) Takk fyrir heillaóskirnar út af verkefninu mínu, er búin að vera að vinna í bíómynd síðan daginn eftir útskrift, nóg að gera hjá kvikmyndagerðarkonunni :) knús, Rannveig

8:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góða ferð! Þetta verður æðislega gaman :)

1:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ og til hamingju með afmælið!!!
Vona að dagurinn verði góður og eftirminnilegur :)
Kv. KP

8:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju með afmælið, vonandi er flugferðin góð og þeir tríta ammlibarnið vel ;)

10:02 AM  
Blogger Katrin said...

takki takk fyrir ammælisóskir :o)
ekki hægt að kvarta undan því að eiga ammli um borð hjá Loft New Zealand...

5:58 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter