June 10, 2007

Katrín

Skemmti mér iðulega hið besta við það að sjá hvernig Ástralarnir höndla nafnið Katrín. Katrin, einsog ég segi það í þessu landi, er jú doldið líkt nafninu Catherine þannig maður gæti freistast til að halda að þetta væri lítið mál.

Í dag....Caroline. Amm, ekki spyrja mig hvernig Katrin varð að Caroline - en mér fannst þetta allavega mjög svo fyndið :D

Catherine
Katherine
Cathy
Cathrin
Kathrin
eru dæmi um útgáfurnar af nafninu mínu....finnst nú bara skemmtilegt að sjá hinur ýmsustu útfærslur :o)

og jú, líka Katrin....hef einu sinni séð það þannig. Trúði því varla.

eigum við eitthvað að fara út í Stefansdottir?
vandræðalegar viprur á andliti viðkomandi og spyrjandi augun....
ég bara stafa herlegheitin, tel það vera heppilegast.
S-T-E-F-A-N-S....og hér er viðkomandi yfirleitt kominn að endimörkum línunnar...og lítur á mig vandræðalegum augum. Og ég hugsa "nei nei góði minn, þetta er sko ekki enn komið..."
D-O-T-T....hér kemur oft smá stuna (=er þetta endalaust nafn?!)
I-R..."wow, that´s a tongue twister!" eða "that´s a long one" segir viðkomandi svo oftast, eða eitthvað í þá áttina

Í tengslum við þetta, hvernig fer fólk að, utan Íslands, sem hefur enn "erfiðari" nöfn en Katrín? Var bara svona spá...

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frænka mín fór eitt sinn út sem au pair til Danmerkur þegar hún var ung. Þegar gestir komu á bæinn var hún svo kölluð inn í stofu og látin segja nafn sitt gestunum til skemmtunar :)
Hún heitir Greta Önundardóttir (og svo átti hún líka að segja "rabbabari" enda voðalega sniðugt orð!).

Hef ekki sjálf lent í vanda með nafn mitt af skiljanlegum ástæðum. En þegar við bjuggum í USA þá var nafn bróður míns mjög erfitt, Ragnar. Roggner. Raknar.

Svo var náttúrulega alveg fáránlega erfitt að útskýra fyrir fólki að við værum ein fjölskylda, og lögleg fjölskylda! Hvert með sitt eftirnafn: Önundarson, Hannesdóttir, Pálsdóttir og Pálsson!

10:31 AM  
Blogger Katrin said...

Ahaha...þetta er sko fyndid :D

Er nottla engan veginn rökrétt að þetta sé ein fjölskylda....
fyrr en maður veit að fólkið er íslenskt eða þekkir þetta dóttir/son dæmi :o)

12:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hmmm hejdis, højdis, hjørdis, hefdis, heodis, herdis, heiddis, algengast ad borid sé fram hædís... sumir segja bara inga sem er millinafnid tegar teir treysta sér ekki i fornafnid, omarsdottir er lika tiltølulega audvelt í framburdi svo stundum heiti ég tad... er ordin vøn ad svara bara einhverju sem endar á dís, eda já stundum segir fólk líka Heidi... mér finnst nú samt højdís flottast af tessu, hljóma rosalega hávaxin, hehe. kv hædís dk.

5:31 PM  
Blogger Katrin said...

hahaha, allar þessar útgáfur af nafninu Heiðdís eru bráááðfyndnar :D

højdis er smart :o)

2:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

amm eigum við að prófa Hrafnhildur Guðrún Sigurðardóttir ????

Hilda er það í útlöndum, en annars eru bekkjarfélagarnir margir hverjir farnir að geta sagt nafnið mitt ALLT líka eftirnafnið og kunna líka sumir að skrifa það rétt ;)
En ég er samt alltaf kölluð Hilda hér, nei geta ekki sagt HildUR ...

9:57 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter