June 28, 2007

páskaegg!!

Það leyndist óvæntur glaðningur í ferðatösku sem birtist á gólfinu heima hjá mér á þriðjudagsmorguninn......PÁSKAEGG!!
Amm, páskarnir voru extra seint (eða extra snemma) á ferðinni heima hjá mér :o)

Í hönd fóru nokkrar rökræður um það hvernig opna skildi páskaeggið. Pilturinn vildi vera nettur á þessu og ýta bara pent á litla lokið þarna aftan á egginu. Stelpan vildi fara aðra leið. Eftir smá rökræður var aðferðinni "fimm ára Katrín" beitt á súkkulaðieggið. Þessi aðferð er mjög einföld og fljótleg; hnefinn krepptur og lamið örsnöggt og af afli ofan á páskaeggið. Auðvitað smallast páskaeggið og súkkulaði út um allt (innan í pokanum), en það er líka bara stemmning.

Í viðbót við páskaeggjasúkkulaði japlar stúdentinn á íslenskum stúkkulaðirúsínum og harðfisk. Verst að lifrarpylsan var gerð upptæk í tollinum, sveiattan.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter