May 26, 2007

morgunmatur

Einn morguninn, fyrir stuttu, var ég eitthvað svoooooo sofandi eftir 5 tíma nætursvefn (amm, ég veit, stutt)....að þessi þarna endalaust geispandi stúlka gat örugglega ekki með nokkru móti talist vera vakandi.

Og hvað gerir maður í svona ástandi?

Snickers og kaffi var valinn álitlegast morgunverðurinn. Og það vakti sko stúlkugreyið :D

Ekki skil ég samt hvernig mér tókst að borða þetta í morgunmat....verður hálfflökurt bara við tilhugsunina. Sem minnir mig á eina litla sögu....einu sinni var lítil stelpa sem vildi alveg endilega borða gúrkubita með smjöri í morgunverð (ekki skil ég af hverju, en það er annað mál....mörg ár síðan). Þessi líka svaðalega gúrku-smjörs-blanda fór eitthvað illa í mallakútinn, þannig að smá seinna endaði gúrku-smjörs-blandan hálfmelt á gólfinu....og amm, þarf líklega ekki að spyrja að því, af einhverjum ástæðum hefur mig ekki aftur langað í gúrkubita með smjöri í morgunverð :o)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hmm mér hefur alltaf þótt agúrka góð, en hef nú aldrei prófað þetta með smjörið, hljómar einhvern veginn ekkert sérlega spennandi;)

3:52 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter