March 12, 2007

fólk

Var í smá hópvinnu áðan....skrifuðum niður styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir hvers einstaklings í hópnum og ræddum þessa þætti opinskátt. Í upphafi var helmingur hópsins smá tregur til að ræða þessa þætti, en eftirá vorum við sammála um að þetta hefði verið virkilega gott. Þetta losaði einhverja ósýnilega spennu og óvissu sem oft er í nýjum hóp. Núna liggja spilin á borðinu og við vitum ögn meira um meðlimi hópsins, hvernig við getum best unnið saman með því að nýta veikleika og styrkleika hvers annars.

Sumum reyndist erfitt að finna veikleika við sjálfan sig. Og skiljanlega, það getur verið erfitt að viðurkenna og horfast í augu við eigin veikleika, játa að maður sé ekki fullkominn. Önnur ástæða gæti verið að fólk hefur hreinlega ekki leitt hugann að því hvaða veikleika það hefur. Sumum reyndist erfitt að finna styrkleika við sjálfan sig, kannski af því þeir sjá sig í neikvæðu ljósi. Eða að viðkomandi hafði aldrei spáð í því í hverju hann sé góður. Tjahh, eða einhver enn önnur ástæða.

Málið er að við settumst niður, komum þessum þáttum niður á blað. Öflugt að kortleggja eiginleika hópsins og sjá þessa eiginleika á blaði - áttuðum okkur á því að við eigum margt sameiginlegt og erum líka ólík að ýmsu leyti. En saman, með því að spila inná veikleika og styrkleika, munum við ná að leysa verkefnið sem liggur fyrir, virkilega vel.

Hópurinn samanstendur af fjórum einstaklingum sem koma frá Íran, Kína, Víetnam og svo Íslandi. Húðin okkar er ekki eins á litinn, heldur ekki hárið og móðurtungumálin eru fjarskalega ólík. Vissulega er enskukunnáttan misjöfn og stundum finnum við ekki réttu orðin. En einhvern veginn náum við að skilja hvort annað, vinna saman og hlægja saman. Ég fagna fjölbreytileikanum í hópnum, fjölbreytileikinn bíður uppá að fá fram ólík sjónarhorn - það þroskar mig, hina aðilana í hópnum og víkkar sjóndeildarhringinn.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég skrái mig hér með á fyrsta námskeiðið sem þú heldur á íslandi og líka á fyrsta framhaldsnámskeiðið. mér veitir sko ekki af að læra þetta allt og er mjög áhugasöm :)

1:58 PM  
Blogger Hrabba said...

fjúffit var farin að hafa áhyggjur hvað hefði orðið af þér stelpa ;)

hafði það gott
H

5:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

spekingslegt blogg hjá thér skvís, okkur veitir sko ekki af sjálfskodun einstaka sinnum. knús heiddis

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl
Það reynir á að vinna í hóp og stjórna hóp. Núna er ég að stjórna verkefnum í vinnunni með þremur einstaklingum alls og ólíkum. Mjög gaman að kynnast því - skiptir miklu máli að halda alltaf jafnvægi út í gegn, velta ekki um of fyrir sér hvernig maður kemur fyrir/eða réttar reyna að vera vinsæll vinsældanna vegna. Markmiðið er jú að ná að klára verkefnin og svo er ekki slæmt að gaman sé af þeim og fólkinu þegar vel tekst til.

Þetta er þó nokkur list og margs að gæta.

kveðja
Svenni

11:13 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter