March 27, 2007

breyttir tímar

Það eru svo sannarlega breyttir tímar í Melbourne, klukkunni var nefnilega breytt a sunnudaginn. Þannig núna er Melbourne 10 klukkustundum á undan Íslandi.

Skólalífið gengur annars sinn vanagang og það er mjög gaman. Við erum þrjú saman í liði, búin að skrifa smá ritgerð og smella saman fyrirlestri. Afhendum ritgerðina og flytjum fyrirlesturinn í dag. Ákváðum að gera þennan fyrirlestur smá öðruvísi, hluti af því er að við verðum öll í svipuðum fötum (gallabuxur og svartur efrihluti). Teljum að þetta atriði endurspegli sterka liðsheild og samheldni sem hefur vissulega haft áhrif á þróun mála í þessu verkefni.

Þetta lið hefur verið þroskandi og lærdómsríkt á marga vegu - og líka mjög skemmtilegt.

Hey, meðan ég man....prófaði að elda eitthvað sem ég hef aldrei kokkað áður.
Og það var.....
dadarammm.....

Smokkfiskur einn daginn og svo sverðfiskur!

Bæði tókst vonum framar. Leist reyndar ekkert á smokkfiskinn fyrst, var doldið slepjulegur. Spurning hvort hann ætti að fara í ruslið eða á pönnuna....en ákvað að smella ´onum á pönnuna ásamt fiskisósu, lauk og papriku. Varð bara alveg ágætt og smokkfiskurinn var ekkert seigur.
Sverðfiskurinn var líka mjög athyglisverður....eins og ljós útgáfa af túnfiski, já kjötkenndur. Ljúffengur sverðfiskur, steiktur á pönnu með smá sítrónupipar og líka mjög góður með smá teriyaki sósu. Meðlætið var kúskús með vorlauk, kúrbít, papriku og strengjabaunum og svo avocado-mauk. Nammi nammi namm :D

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

nenniru ekki ad koma og elda fyrir mig;) knus heiddis

2:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

... og mig takk ;)

9:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

hvað er að frétta? kominn tími fyrir blogg kannski? :)

1:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl

Sverðfiskur er einmitt eitthvað sem var til á veitingarstöðum í Kína - og kostaði allsjúklega mikið.

Venjuleg máltíð er kannski á svona 300-400 krónur (2 réttir og drykkur)... en sverðfiskur er á kannski 5000-6000 kall.

Svakalegur lúxusmatur..

Hilsen,
Þrándur

12:39 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter