March 19, 2007

skólalíf

eeeeennnnn.....
iiiiiiiiiinnnnnn.....
eeeeennnnnnnn......

svona hljóð berast inn í íbúðina á laugardagsmorgni....hvað er eiginlega í gangi??
aha, Formúlan byrjuð!

Engin ástæða til að vera niðri í bæ að horfa á, þegar maður getur verið heima hjá sér að HLUSTA á, hehe :o) hver er líka munurinn, bílarnir keyra svoooo hratt að ég stórlega efast um að áhorfendur niðri í bæ sjái þá mikið.

hvað er svo að frétta?
B.......Æ........K..........U.........R
S.......K.........Ó...........L.........I
já, og verkefni

Rétt áðan var ég að vinna á skólatölvu og hún krassaði. Voða gaman. Krassaði með stæl og ákvað að henda öllum gögnunum mínum svona í leiðinni. Veit ekki hvort ég á að hlægja og brosa að eigin hrakförum eða hágráta. Vona bara það sé til afrit einhvers staðar í þessu risavaxna tölvukerfi...og að það afrit finnist mjög fljótlega.

Horfði annars á einn kennarann minn fá taugasjokk yfir tölvu í tíma. Mér fannst það smá fyndið, sjá hvernig kennarinn hegðaði sér fyrir framan heilan sal af nemendum - horfa á hana bókstaflega lemja tölvuna. En fann líka til með henni, þannig ég rétti henni hjálparhönd til að fá tæknina til að virka. Amms, matvælafræðingurinn kann nú sitthvað fyrir sér, ha ;o)
hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvernig öll skjölin mín geta birst aftur....

1 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Við verðum að vona það besta. Síðasti sólarhringur hefur ekki verið sá besti hjá okkur báðum.

12:31 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter