June 28, 2007

páskaegg!!

Það leyndist óvæntur glaðningur í ferðatösku sem birtist á gólfinu heima hjá mér á þriðjudagsmorguninn......PÁSKAEGG!!
Amm, páskarnir voru extra seint (eða extra snemma) á ferðinni heima hjá mér :o)

Í hönd fóru nokkrar rökræður um það hvernig opna skildi páskaeggið. Pilturinn vildi vera nettur á þessu og ýta bara pent á litla lokið þarna aftan á egginu. Stelpan vildi fara aðra leið. Eftir smá rökræður var aðferðinni "fimm ára Katrín" beitt á súkkulaðieggið. Þessi aðferð er mjög einföld og fljótleg; hnefinn krepptur og lamið örsnöggt og af afli ofan á páskaeggið. Auðvitað smallast páskaeggið og súkkulaði út um allt (innan í pokanum), en það er líka bara stemmning.

Í viðbót við páskaeggjasúkkulaði japlar stúdentinn á íslenskum stúkkulaðirúsínum og harðfisk. Verst að lifrarpylsan var gerð upptæk í tollinum, sveiattan.

June 25, 2007

eftir USA

Jæja, USA ævintýrið búið. Tíminn nýttur til hins ýtrasta; svo vel nýttur að stelpan var alveg úrvinda þegar heim var komið. Svaf tvisvar sinnum ca 18 klukkustundir! Fyrstu nóttina rumskaði ég eitthvað smá eftir 16 tíma svefn og hélt svo bara áfram að sofa í tvo tíma í viðbót. Held ég hafi nú bara sjaldan á ævi minni sofið svona svakalega mikið....

Ferlega fyndið og líka skrítið að eiga afmæli um borð í flugvél. Flugfélagið var elegant á þessu; bauð ammlisbarninu kampavín áður en vélin fór í loftið og svo líka rétt fyrir lendingu. Svo hefur þetta flugfélag líka extra langt á milli sætanna og hægt að halla sætinu frekar mikið. Þannig að jájájá, þetta var bara fínasta ammli :o) held ég hafi reyndar sofið ammlið sjálft af mér, þeas verið sofandi þegar vélin flaug yfir daglínuna.

Dagurinn í dag fór í skriffinnsku.
Eða ok, þetta byrjaði í gær; fyllti út eyðublað sem var litlar 24 blaðsíður. 24!! Ein undirritun var ekki nóg, heldur þurfti þrjár undirritanir frá stelpunni á þennan pappírsbunka. Það er aldeilis - mætti halda maður væri frægur ;o)

Í dag byrjaði svo ballið fyrir alvöru...fara með pappírsbunkann í stóra húsið (útlendingaeftirlitið) ca á móti Þinghúsinu.
Bíða í biðröð. Bíða. Bíða.
"Ég er að koma með þessa umsókn..." og var afhent númer um leið og konan sagði "það er doldið löng bið í dag, gæti orðið um það bil hálftími"
1, 2, 3, 4, ..... taldi gróflega fólkið sem beið í salnum. Ca 100 manns að bíða, í alltof litlum sal. Troðningur og svitafýla.
Og loksins kom að mér, eftir ekkert svo langa bið.
Stelpan við tölvuna pikkaði eitthvað inn, "svona, komið, þú þarft ekki að hugsa meira um þetta"
Jess, lítið mál! hugsaði ég en var samt ekki alveg að trúa þessu....fór á netið, skoðaði ferlið og hringdi líka í þetta apparat. Höfðu orðið smá mistök, starfsmaðurinn hafði ekki þekkt þetta nógu vel, mér sagt að koma aftur.
Ég trítlaði aftur niðrettir í stóra húsið ca á móti Þinghúsinu.
Beið í biðröð. Beið og beið og beið....til að fá miða í næstu biðröð. En nei, enginn miði. Í þetta sinn var mér sagt að hringja í eitt símanúmer og panta viðtalstíma.
Tók upp tólið og hringdi.
"Velkomin(n)....í dag er mikið að gera hjá okkur, afsakaðu töfina....." og ég beið. Beið. Beið. Og beið í símanum.
Loksins svaraði einhver á hinum enda línunnar. Spurt um fjölskyldunafn, eigið nafn, heimilisfang, póstfang, póstnúmer, símanúmer, tölvupóstfang....Og allt stafað tvisvar sinnum og endurtekið tvisvar sinnum - verður að vera rétt, jú sí.
Einhvern veginn hafði ég þá ranghugmynd að það væri einfalt að panta viðtalstíma klukkan 3 á morgun - það tókst loksins eftir 10 mínútna símtal og skráningu á hinum ýmsustu upplýsingum.

Svo sem fínt að eyða deginum í eitthvað svona innandyra-biðraða-skriffinnsku-apparat því það er svo skrambi kalt utandyra. Mér finnst samt miklu skemmtilegra að kíkja á kaffihús :o)

June 12, 2007

USA

Jæja, þá er bara að græja örfáa hluti.....og ég er farin til USA! :D

Flugið fer á hádegi á morgun, miðvikudag, kl 12:00pm.
Þessi tímasetning hefur fengið mig til að spá doldið í klukkunni og flugi. Einsog ég sé það, þá getur þessi tímasetning verið mikið villandi. Hvort er td átt við að flugið sé á hádegi eða á miðnætti?
Þegar klukkan er akkkurat hádegi, hvort er hún þá am eða pm? Og sömuleiðis, þegar klukkan er akkurat miðnætti, hvort er hún þá am eða pm?
Mér finnst fáránlegt að flug - eitthvað sem maður vill alls, alls ekki missa af - hafi svona líka villandi tímasetningu. Legg til að það verði alfarið tekin upp 24 tíma klukka í fluginu, sleppa þessu am og pm. Þegar klukkan er í 24 tíma kerfinu, þá leikur enginn vafi á hvað klukkan er, hún 12 (hádegi) eða 00/24 (miðnætti). En auðvitað má deila um það hvort 24 tíma klukkan ætti að byrja á núlli (enda á 23:59), byrja á 00:01 (enda á 24) eða hreinlega byrja á 1 (enda á 24:59). En ég tel að það breyti litlu, 00/24 væri miðnætti og því yrði td 00:30 og 24:30 jafngilt (30 mínutur eftir miðnætti).
Og já, þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona flug/klukku pælingar koma upp....varð að fínustu verk/stærðfræðilegu röksemdafærslum fyrir nokkrum mánuðum. Skemmtilegar pælingar.

Jebbs, USA.....nánar tiltekið Salt Lake City, með fólki sem kemur frá öllum heimsins löndum. Hún ég hlakkar alveg sooooona mikið til :o)
Fer í loftið 13. júní og lendi sama dag, 25 mínútum eftir að vélin fór í loftið.....þrátt fyrir að hafa stoppað smá á Nýjá-Sjálandi og flogið yfir allt Kyrrahafið. Talandi um að fljúga hratt, ha! hehe...
Brottför frá Salt Lake City 17. júní og lent í Melbourne þann 19. Sem þýðir......daramm daramm....að ég mun eiga afmæli (18. júní) í háloftunum þetta árið! Verð greinilega ansi hátt uppi þennan ammlisdaginn, hehe....
Helsta spekúlering matvælafræðingsins: Skyldi Loft New Zealand bjóða ammlisstelpunni uppá ammlisköku (súkkulaðiköku takk, ekkert rjómaklessufínerí)? Kemur allt í ljós...

Til að hafa það á hreinu, þá hef ég marg dobbúl tjékkað þennan tíma á fluginu....og það er hádegi ;o)

June 10, 2007

Katrín

Skemmti mér iðulega hið besta við það að sjá hvernig Ástralarnir höndla nafnið Katrín. Katrin, einsog ég segi það í þessu landi, er jú doldið líkt nafninu Catherine þannig maður gæti freistast til að halda að þetta væri lítið mál.

Í dag....Caroline. Amm, ekki spyrja mig hvernig Katrin varð að Caroline - en mér fannst þetta allavega mjög svo fyndið :D

Catherine
Katherine
Cathy
Cathrin
Kathrin
eru dæmi um útgáfurnar af nafninu mínu....finnst nú bara skemmtilegt að sjá hinur ýmsustu útfærslur :o)

og jú, líka Katrin....hef einu sinni séð það þannig. Trúði því varla.

eigum við eitthvað að fara út í Stefansdottir?
vandræðalegar viprur á andliti viðkomandi og spyrjandi augun....
ég bara stafa herlegheitin, tel það vera heppilegast.
S-T-E-F-A-N-S....og hér er viðkomandi yfirleitt kominn að endimörkum línunnar...og lítur á mig vandræðalegum augum. Og ég hugsa "nei nei góði minn, þetta er sko ekki enn komið..."
D-O-T-T....hér kemur oft smá stuna (=er þetta endalaust nafn?!)
I-R..."wow, that´s a tongue twister!" eða "that´s a long one" segir viðkomandi svo oftast, eða eitthvað í þá áttina

Í tengslum við þetta, hvernig fer fólk að, utan Íslands, sem hefur enn "erfiðari" nöfn en Katrín? Var bara svona spá...
mortgage brokers
mortgage brokers Counter