February 28, 2007

Melbourne á ný

Mætt aftur til Melbourne!

Hvað hefur nú gerst síðustu vikurnar....tjahh....alveg heill hellingur af skemmtilegum upplifunum!
  • F&F (fjölskylda og félagar). Stórfínt að kíkja í heimsókn til Íslands, hitta fjölskyldu og vini.
  • Vinna (vína, haha :o) ). Var svo lánsöm að vinna á virkilega góðum stað, með frábæru fólki, lærði meira um bjór og vín.
  • Vatnið. Var dugleg í ræktinni, rosa gaman.
  • Maturinn. Borðaði ofsalega góðan mat á hverjum degi (takk Siggi kokkur!!). Slátur komst svo nokkrum sinnum í mallakútinn - naaaaaammm :o) Naut þess að drekka kókópókó (kókómjólk) í lítravís, kókómjólkin hérna í Melbourne er nebbla ekkert spes. Kókóbanó (kókómjólk og banani) var líka kærkominn millibiti, bananar fengust nebbla ekki í Melbourne því bananatrén uppi í Queensland skemmdust í einhverjum fellibyl. Ef bananar fengust, var kílóverðið nálægt því sem góð nautasteik kostaði, amms, alveg skýjahátt.
  • Veðrið. Vindurinn, rigningin, fagurblá fjöllin. Naut þess að sjá fjöllin nálægt Reykjavík, fagurblá og flott. Hélt ég myndi hins vegar aldrei segja að vindurinn og rigningin væru æði. En það gerðist. Vindurinn var svo ferskur og rigningin svo góð. Kannski af því það kemur mjög sjaldan virkilegt rok í Melbourne, hvað þá að það rigni.
  • Píla. Yndislegasti hundurinn, skemmtilegur félagi sem er endalaust forvitin. Píla er líka virkilega góð fyrirsæta, náðust nokkrar frábærar myndir af henni þar sem hún hvíldi lúin bein á dyramottunni heima.
Eftir eitthvað um 40 klukkustunda ferðalag (Keflavík-Frankfurt-Singapore-Sydney-Melbourne), lenti hnátan í Melbourne. Missti reyndar af fluginu frá Sydney til Melbourne, tók bara annað í staðinn sem fór örlítið síðar.

Rölti gegnum Vic Market um daginn, og já það var svo sannarlega ánægjustund. Labbaði þarna um, brosandi út að eyrum, af einskærri gleði. Ávextir, grænmet, kjöt fiskur, bakkelsi -öllu svo smekklega raðað upp og góðlátleg sölumennskan í fyrirrúmi. Þéttur karlmaður hrópar verðið á tómötunum, á næsta bás er eldri kona og gamli maðurinn hennar að selja nýbakað brauð. Og svo þar við hliðina eru konurnar með léttliðaða hárið, hjá þeim er hægt að kaupa tyrkneskan Borak (heitt brauð með fyllingu innaní, alveg ossssalega gott :o)

Blindi söngmaðurinn var svo á sínum stað, í gítarboxið sem lá hjá honum voru komnir nokkrir dollarar. Hann söng svo undurfagurt með hljómmiklu röddinni sinni - og hjartað mitt söng með af einskærri gleði.

Kíkti svo líka í súpermarkaðinn, vantaði mjólk í litla ísskápinn heima.
Gæinn á kassanum: Nei, sæl! Langt síðan ég hef séð þig, hefuru verið í fríi?
Varð ekki lítið hissa við þetta tilsvar. Í fyrsta lagi hef ég ekki komið þarna síðan í desember. Og, af öllum þeim þúsundum sem koma hvern einasta dag í þennan súpermarkað, mundi gæinn eftir stúlkunni. Jahá, fólkið í Melbourne er sko aldeilis vingjarnlegt! :o)

Svo er skólinn að skríða af stað, besta mál. Fyrsta daginn þurfti að ganga í að klára smá pappírsmál, þannig ég kíkti við hjá þægilegu skrifstofukonunni.
Skrifstofukonan: Veistu, er annar Íslendingur í skólanum?
Ég: Nei, allavega ekki svo ég viti til.
Skrifstofukonan: Núúúú, ég hélt hann væri Íslendingur.....oh, hvað heitir hann aftur....Claudio, er það ekki....jú, Claudio.
Ég: Claudio! Jú, ég þekki hann!
Já, félagi frá Íslandi er bara kominn í sama skóla, sama nám og meira að segja sama námskeið. Það gerist stundum að heimurinn snarminnkar á sekúndubroti.

Í stuttu máli: það er ÆÐISLEGT að vera komin aftur til Melbourne :o)

2 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Vic Market og Safeway standa fyrir sínu :)

Fyndnast er þó að þessi gutti í Safeway hafi munað eftir þér. Ætli hann hafi kannski saknað snjókonunnar ógurlegu sem var svo til daglegur gestur í búðinni? hehe

6:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að heyra að allt gangi vel ;o)

12:42 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter