August 25, 2006

tíminn og stúlkan

Háskólastúdentinn að verða smá upptekinn þessa dagana. En það bara fínt að hafa pínku pons of mikið að gera. Hafa smá pressu eins og það getur líka heitið.

  • Einstaklingsverkefni í skólanum. Það er nú bara klassík, alltaf einhver svoleiðis verkefni á dagatalinu.
  • Hópverkefni í skólanum. Líka klassík. Mjög áhugavert viðfangsefni og hópurinn sömuleiðis. Verkefni út af fyrir sig að leiða hópinn.
  • SLP (stúdentaleiðtogaprógramm). Þrenn verkefni í gangi undanfarið, eitt kláraðist í gær. Datt svo í það hlutverk að leiða skipulagningu á Bollywood partýi (fyrir 200 manns) og undirbúning fyrir kakóhitting. Er og verður rosa gaman :o)

Lestur á skólabókunum, netheimildum og fimm öðrum áhugaverðum bókum er þarna einhvers staðar inn á milli.

1 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Þú bara mátulega upptekin, eru annars ekki bara 24 klst/sólarhring hjá þér eins og þegar ég kíkti í heimsókn til þín? ;)

7:35 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter