August 23, 2006

Stony Point

Var að smella inn myndum frá agnarlitlum punkti á landakortinu, Stony Point.

Díselfnykur í nebbanum. Lestin skröltir eftir teinunum. Boink, þarna voru greinilega samskeyti. Ískrar líka skemmtilega mikið í lestinni eða einhverju. Sætin minna á sæti úr eldgamalli flugvél. Sætin eru doldið "þreytt". Skröltið, ískrið og þreyttu þreyttu sætin minnir rækilega á lestarferðir í Austur-Evrópu. Algjör andstæða þess sem ég hef annars upplifað hér í Ástralíu.

Hitinn í lestinni ansi góður. Hurð er þrykkt upp, þrekinn maður í peysu merktri lestarfyrirtækinu biðst afsökunar á hitanum. Einhver stilling er biluð, en já, afsakið hitann - afsakið hitann. Svo röltir hann upp eftir ganginum flautandi lagstúf. Skömmu síðar kemur sami maður aftur, flautandi sama lagstúfinn. Everyone has a validated ticket? Can you please validate your ticket, just to make the day a little bit easier for all of us. Svo brosir hann sínu blíðasta, röltir niður eftir ganginum og heldur áfram að flauta litla lagstúfinn. Er ekkert að skoða miðann hjá öllum farþegum eins og miðaskoðararnir gera í borginni, neehhh...þessi er voða líbó á því.

-Stony Point-

Áhugafiskarar mættir á bryggjuna. Missjón dagsins: reyna veiða fisk maður. Glittir í silfurlitt hreistur hjá einum fiskaranum. Æ, þessi er bara lítill, dugar varla í fiskisúpu handa einni manneskju. Einhver annar dró hálfan smokkfisk upp úr sjónum, hauslausan. Tveir félagar pakka saman - það veiðist ekkert í dag.

Flamingófugl baðar sig í sjónum. Í leirdrullunni í fjöruborðinu er annar flamingó í gönguferð.

Smelli síðustu myndunum, held svo heim á leið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter