August 31, 2006

fólk

Fólk.
Í öllum litum, öllum stærðum og gerðum.
Hvert og eitt með sína eiginleika, kosti og galla.
Þegar við vinnum saman, nýtum hæfileika hvors annars, getur útkoman verið gífurlega öflugur hópur.

Undanfarið hef ég deilt stundum með fullt af fólki. Dagarnir hafa eiginlega verið eitt stórt stefnumót, fundir hér og þar, hópavinna, samræður og heimsóknir. Fólk sem er svo jákvætt, bjartsýnt, orkumikið og gefandi. Ólýsanlega ánægjulegt að kynnast öflugum, skilvirkum hópum og frábæru fólki.
Takk fyrir að auðga líf mitt.

Hamingjuóskir dagsins fær kærastinn, til lukku með áfangann ;o)

1 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Takk ástin mín, ég er mjög stoltur af sjálfum mér :)

10:53 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter