June 5, 2006

fréttaþorsti

Var stödd í sporvagn um daginn. Rautt ljós og sporvagninn stoppar, í brekku notabene. Maðurinn sem stjórnaði sporvagninum labbar bara út úr sporvagninum, takk fyrir.

-Mín meira en smá hissa - hvað er maðurinn eiginlega að gera??

Hann gengur í áttina að Hungry Jack´s (Burger King).

-Aha....hann er svona svangur já...

Maðurinn nemur staðar fyrir framan dagblaðsstand fyrir dagblaðið Mx (frítt dagblað), krækir sér í eintak. Rúllar blaðinu saman og smellir því í rassvasann á meðan hann röltir til baka í sporvagninn. Hann kemur akkurat á réttum tíma, græna ljósið var að birtast.

-þetta er að vera fréttaþyrstur í meira lagi

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hehe þokkalega svalur bílstjóri;)

12:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

úbbs þetta var heiðdís

12:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

myndaþorsti er farinn að gera vart við sig hjá mér - fáum við að sjá e-ð af því sem þú sérð í ástralíu á mynd?

8:03 AM  
Blogger Katrin said...

jamm, tad er a planinu ad syna myndir....eftir profin sko :o) kalt uti og svona, alveg tilvalid ad myndast tha :o)

10:25 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter