December 1, 2006

Williamstown

Fór með vinkonu til Williamstown í gær. Sætur, krúttilegur hluti af Melbourne. Feeeerlega rólegt þarna!

**gamlir bílar í Williamstown**

Smjöttuðum á tælenskum mat í hádeginu, nammi nammigott. Var sko ekki arða eftir á diskunum. Röltum um Williamstown og nutum lífsins. Sólin skein eins og hún mögulega gat og vindurinn blés hressilega allan daginn. Minnti eiginlega óþægilega mikið á íslenska rokið!


**stelpan við sjóinn**

Tókum svo lítinn bát til baka til Melbourne. Varð óvænt blautbolakeppni, jebb....urðum gjörsamlega reeeeennblautar af sjónum sem gusaðist yfir okkur hvað eftir annað.

Nokkrar myndir af þessu litla ferðalagi er að finna á myndasíðunni. Enjoy!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter