jólahvað?
Sandalar
Stuttbuxur
Hlýrabolur
Sólgleraugu
Sólarvörn
Hver spáir í jólunum í þessu samhengi?
Amk ekki ég!
Jólasveinar, jólalög og jólaskreytingar eru í hrópandi ósamræmi við sandalana og sumarútbúnaðinn. Ferlega undarlegt að horfa á smá jólasýningu í steikjandi hita. Mikið skrítið að heyra jólalög í flestum búðum. Jólamaturinn í búðunum, alls konar gúmmelaði. En smá pæling....hver hefur lyst á massífri jólasteik eða svaka jólaávaxtaköku í þessum hita? Ekki ég....íííískaldur ávaxtahristingur, amm, það er nær lagi :o)
Smá punktur sem er einnig í hrópandi ósamræmi við aðstæður á Íslandi: Í Ástralíu geysa núna mestu þurrkar í áraraðir. Til dæmis hefur ekki rignt í Melbourne í næstum hálfan mánuð. Blóm í görðum fólks eru visin. Grasið er ekki grænt, það virkar hálfdautt. Grábrúnt einhvern veginn á litinn. Það eru hömlur á vatnsnotkun (en gengur erfiðlega að fá fólk til að fara eftir þeim).
Hlakka ekki til að fara úr yndislega, hlýja sumrinu.
En verður fínt að komast úr vatnsskortinum.
Stuttbuxur
Hlýrabolur
Sólgleraugu
Sólarvörn
Hver spáir í jólunum í þessu samhengi?
Amk ekki ég!
Jólasveinar, jólalög og jólaskreytingar eru í hrópandi ósamræmi við sandalana og sumarútbúnaðinn. Ferlega undarlegt að horfa á smá jólasýningu í steikjandi hita. Mikið skrítið að heyra jólalög í flestum búðum. Jólamaturinn í búðunum, alls konar gúmmelaði. En smá pæling....hver hefur lyst á massífri jólasteik eða svaka jólaávaxtaköku í þessum hita? Ekki ég....íííískaldur ávaxtahristingur, amm, það er nær lagi :o)
Smá punktur sem er einnig í hrópandi ósamræmi við aðstæður á Íslandi: Í Ástralíu geysa núna mestu þurrkar í áraraðir. Til dæmis hefur ekki rignt í Melbourne í næstum hálfan mánuð. Blóm í görðum fólks eru visin. Grasið er ekki grænt, það virkar hálfdautt. Grábrúnt einhvern veginn á litinn. Það eru hömlur á vatnsnotkun (en gengur erfiðlega að fá fólk til að fara eftir þeim).
Hlakka ekki til að fara úr yndislega, hlýja sumrinu.
En verður fínt að komast úr vatnsskortinum.
2 Comments:
Pant fá hitastigið sem er hjá þér. Kannski er bara besta lausnin við því að flytja til þín ;)
Heyr heyr, líst vel á þessa hugmynd hjá jóni, drífðu þig til hennar! Ég kvarta svo sem ekki yfir veðrinu í Dk, amk ekki ef ég kíki á veðrið á Íslandi, samt voða blautt hér þessa dagana, enginn vatnsskortur sko. Efast stórlega um að það verði hvít jól í Danaveldi þetta árið, en það verður alla vega jólasteik, skil vel að þig langi bara í ávaxtahristing í þessum hita, mér verður bara hugsað til hitans hér í sumar, vá hvað var erfitt að borða eitthvað annað en ávexti og ís! kv heiðdís
Post a Comment
<< Home