December 26, 2006

~gleðileg jól~

Ágætt að vera komin til Íslands. Hitta vini og ættingja, njóta jólanna. Opna pakka. Fullt af góðum mat, hamborgarhryggur og meiri hamborgarhryggur......jú, og hangikjet líka. Jólabland, laufabrauð, konfekt og smákökur. Svo matarboð daginn út og inn. Smjattað á afgöngum af góðgætinu þess á milli.

Og súpa meira malt og appelsín, skál og gleðileg jól!

December 9, 2006

sjáumst

Síðustu dagarnir í Melbourne, í bili. Kem nú aftur í feb...
Fer úr borginni á morgun, tek þátt í smá dæmi, flýg svo til Íslands og lendi að kvöldi 18. desember. Fínt, rétt mátulegt fyrir jólin :o)

Sjáumst!

December 5, 2006

jólahvað?

Sandalar
Stuttbuxur
Hlýrabolur
Sólgleraugu
Sólarvörn

Hver spáir í jólunum í þessu samhengi?
Amk ekki ég!

Jólasveinar, jólalög og jólaskreytingar eru í hrópandi ósamræmi við sandalana og sumarútbúnaðinn. Ferlega undarlegt að horfa á smá jólasýningu í steikjandi hita. Mikið skrítið að heyra jólalög í flestum búðum. Jólamaturinn í búðunum, alls konar gúmmelaði. En smá pæling....hver hefur lyst á massífri jólasteik eða svaka jólaávaxtaköku í þessum hita? Ekki ég....íííískaldur ávaxtahristingur, amm, það er nær lagi :o)

Smá punktur sem er einnig í hrópandi ósamræmi við aðstæður á Íslandi: Í Ástralíu geysa núna mestu þurrkar í áraraðir. Til dæmis hefur ekki rignt í Melbourne í næstum hálfan mánuð. Blóm í görðum fólks eru visin. Grasið er ekki grænt, það virkar hálfdautt. Grábrúnt einhvern veginn á litinn. Það eru hömlur á vatnsnotkun (en gengur erfiðlega að fá fólk til að fara eftir þeim).

Hlakka ekki til að fara úr yndislega, hlýja sumrinu.
En verður fínt að komast úr vatnsskortinum.

December 1, 2006

Williamstown

Fór með vinkonu til Williamstown í gær. Sætur, krúttilegur hluti af Melbourne. Feeeerlega rólegt þarna!

**gamlir bílar í Williamstown**

Smjöttuðum á tælenskum mat í hádeginu, nammi nammigott. Var sko ekki arða eftir á diskunum. Röltum um Williamstown og nutum lífsins. Sólin skein eins og hún mögulega gat og vindurinn blés hressilega allan daginn. Minnti eiginlega óþægilega mikið á íslenska rokið!


**stelpan við sjóinn**

Tókum svo lítinn bát til baka til Melbourne. Varð óvænt blautbolakeppni, jebb....urðum gjörsamlega reeeeennblautar af sjónum sem gusaðist yfir okkur hvað eftir annað.

Nokkrar myndir af þessu litla ferðalagi er að finna á myndasíðunni. Enjoy!
mortgage brokers
mortgage brokers Counter