August 17, 2006

sykurbúðin

Það er búð í næstu götu, sem sérhæfir sig í brjóstsykursgerð.

Hægt að horfa á nammigottið búið til, alveg frá sykurbráðinni til þess að molarnir eru komnir í poka eða glerkrukku.

Bæta litar- og bragðefnum við sykurbráðina, hnoða, hnoða, hnoða og hnoða. Móta eitt lag af þessum lit, kæla, líma saman sykurfleti af sitt hvorum litnum, velta sykurkögglinum, hnoða, hita. Að minnsta kosti 10 kílógramma sívalningshlunkur. Teygja á massanum, svona já....gera þetta þunnt eins og sogrör. Kæla. Brjóta í mola.

Litríkir molar smjúga svo upp í munninn á fólkinu sem horfði agndofa á - mmm, piparmyntubragð.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

mmmmm... nammi...

12:13 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter