August 14, 2006

manntal og tölfræði

Það var ekki einhver ein auglýsing í póstkassanum um daginn. Onei. Heill poki takk fyrir af pappír!

Forvitnin þvílík, hvað er þetta nú eiginlega??

Eftir smá skoðun komst botn í málið. Það er manntal í gangi þessa dagana. Ekki bara manntal heldur vill tölfræðiskrifstofan líka gjarnan fá alls konar aukaupplýsingar um einstaklinginn. Hér eru nokkur dæmi:
-hvernig fór einstaklingurinn í vinnu tiltekinn dag í ágústmánuði?
-hver er trú einstaklingsins?
-talar einstaklingurinn annað tungumál en ensku heima hjá sér?
-hversu mörg börn hefur hver kona a heimilinu eignast?
-eyddi einstaklingurinn einhverjum tíma sem sjálfboðaliði hjá samtökum eða hóp á síðustu tólf mánuðum?

Þessi síðasta spurning fannst mér ansi athyglisverð og það af tvennu. Ég hef verið sjálfboðaliði hér og það að vera sjálfboðaliði virðist vera nokkuð ríkt í samfélaginu. Af hverju vill fólk gerast sjálfboðaliði? Margar ástæður fyrir því, td. að gefa til baka til samfélagsins, prófa eitthvað nýtt, taka þátt í þörfum verkefnum sem annars gætu ekki verið framkvæmd. Árið 2000, voru sjálfboðaliðar eldri en 18 ára 72 klukkustundir á ári í sjálfboðavinnu að meðaltali. Nokkuð gott.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Íslendingar mættu flestir taka Ástralina sér til fyrirmyndar hvað varðar sjálfboðastarf sé ég hér ;)

3:55 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter