tjáningarstíll í ágreiningi
Hvernig bregstu við þegar þú lendir í ágreiningi?
Líklegast bregðumst við flest misjafnlega við. Fer allt eftir því hvers eðlis deilan er, spennunni/álaginu sem deilan felur í sér, hver mótaðilinn er og hvort við þekkjum viðbrögð mótaðilans í þessum kringumstæðum. Menningarlegur bakgrunnur getur einnig spilað inn í.
Almennt séð virðist fólk hafa tilhneigingu til að:
Fólk með mismunandi tjáningarstíl getur átt erfitt með að skilja hvort annað, getur auðveldlega misskilið hvort annað og valtað yfir hvort annað.
-liggur líklegast ljóst fyrir-
Og hvað er hægt að gera í slíku dæmi?
-reyna átta sig á hvað það er við hegðun mótaðilans sem lætur mig telja að hann sé td þrjóskur/ergjandi/pirrandi/óframfærinn/feiminn og leitast við að skilja hvað viðkomandi er að reyna segja-
Einn flokkur af tjáningu er venja í einu landi/menningarheim (almennt séð) á meðan það telst argasti dónaskapur í öðru landi/menningarheim.
-oft er þessi munur ekki ljós, og getur því valdið misskilning, vanlíðan og enn meiri vandræðum en fyrir voru...-
Smá dæmi: "Ég heyri alltaf í börnunum þínum spila á píanóið þegar ég kem heim úr vinnunni, þau eru orðin mun betri en þau voru áður." Í menningarheim sem talar óbeint um ágreininginn og heldur tilfinningum fjarri málinu, gæti þetta verið skilið sem "það pirrar mig afskaplega mikið að heyra píanóglamrið í krökkunum þínum þegar ég kem heim úr vinnunni, segðu börnunum þínum að hætta þessu".
-ef seinni setningin hefði verið notuð í þessum menningarheim er hún nokkuð líkleg til að setja allt á annan endann og gera deiluna enn verri-
Þetta var lærdómur dagsins, í hnotskurn.
Líklegast bregðumst við flest misjafnlega við. Fer allt eftir því hvers eðlis deilan er, spennunni/álaginu sem deilan felur í sér, hver mótaðilinn er og hvort við þekkjum viðbrögð mótaðilans í þessum kringumstæðum. Menningarlegur bakgrunnur getur einnig spilað inn í.
Almennt séð virðist fólk hafa tilhneigingu til að:
- tala óbeint um ágreininginn (vonast til að mótaðilinn skilji það sem þú segir/lesi milli línanna) og halda tilfinningum utan við ágreininginn (leitast við að vera rólegur)
- koma beint að kjarna ágreiningsins og halda tilfinningum utan við spilið
- tala óbeint um ágreininginn og vera tilfinningasamur (hækka róminn/baða út höndum/benda)
- koma beint að kjarna ágreiningsins og vera tilfinningasamur
Fólk með mismunandi tjáningarstíl getur átt erfitt með að skilja hvort annað, getur auðveldlega misskilið hvort annað og valtað yfir hvort annað.
-liggur líklegast ljóst fyrir-
Og hvað er hægt að gera í slíku dæmi?
-reyna átta sig á hvað það er við hegðun mótaðilans sem lætur mig telja að hann sé td þrjóskur/ergjandi/pirrandi/óframfærinn/feiminn og leitast við að skilja hvað viðkomandi er að reyna segja-
Einn flokkur af tjáningu er venja í einu landi/menningarheim (almennt séð) á meðan það telst argasti dónaskapur í öðru landi/menningarheim.
-oft er þessi munur ekki ljós, og getur því valdið misskilning, vanlíðan og enn meiri vandræðum en fyrir voru...-
Smá dæmi: "Ég heyri alltaf í börnunum þínum spila á píanóið þegar ég kem heim úr vinnunni, þau eru orðin mun betri en þau voru áður." Í menningarheim sem talar óbeint um ágreininginn og heldur tilfinningum fjarri málinu, gæti þetta verið skilið sem "það pirrar mig afskaplega mikið að heyra píanóglamrið í krökkunum þínum þegar ég kem heim úr vinnunni, segðu börnunum þínum að hætta þessu".
-ef seinni setningin hefði verið notuð í þessum menningarheim er hún nokkuð líkleg til að setja allt á annan endann og gera deiluna enn verri-
Þetta var lærdómur dagsins, í hnotskurn.
2 Comments:
Pant ekki lenda í rifrildi við þig í nánustu framtíð, þú átt eftir að beita einhverjum brögðum þannig að þú munt hafa betur. Am I right? ;)
Samkvæmt minni reynslu er þetta lang best:
koma beint að kjarna ágreiningsins og halda tilfinningum utan við spilið.
Vera Cool skiptir mann öllu máli, allt annað er tímaeyðslu, orkueyðsla ....sem sagt láta aðra um stressið, lætin og ruglið og halda sínu Cool striki án þess að fara nokkuð á taugum.
kveðja
Svenni
Post a Comment
<< Home