August 1, 2006

toffee eða caramel?

Hver er munurinn á toffee og caramel?

Lenti í smá veseni, því hugurinn minn skilur bæði orðin sem bara karamellu.

Þessi heilabrot minntu mig á hvað Karamellan er hæfileikarík. Getur dregið fyllingar úr tönnum á næstum því nó tæm.

Einhver stelpa (ekki ég! hehe...) var einn jóladaginn hjá afa sínum og ömmu. Ákvað að smella einni karmullu í munninn og tyggja smá. Og hvað gerðist? Angistarsvipur, neyðarsímtal til tannsa. Tannsi í fínustu fötunum, hann var á leiðinni í jólamatarboð en ákvað að aðstoða skvísuna. Mikið rosalega var stelpan þakklát.

Hvort finnst þér betra, mjúk eða hörð karamella (eða toffee)?
-endilega smelltu þínu áliti í kommentin

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Uhm, en hver er munurinn á toffee og caramel? Ég er engu nær og spyr þig, kæra matvælafræðing!

Mér finnst mjúk karamella best :) Svona mjúk inni í konfektmola, eða heit út á ís :Þ Mmmmmmmmmm

8:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hélt alltaf að toffe væri meira svona hörð og caramel væri þessi mjúka en hef samt ekki hugmynd... flottar flateyjarmyndir, kíkti þangað í fyrrasumar, fallegur staður sérstaklega í góðu veðri, einstaklega flott strá-myndin í sólsetrinu. Kveðja Heiðdís

3:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vil eiginlega fara milliveginn.

Of mjúk er ekki spes (karamellusósa) og of hörð hefur HK-effekt (HK: haltu kjafti. Munnurinn er samanlímdur maður getur ekki opnað né sagt neitt af viti)..

Þrándur

12:15 AM  
Blogger Katrin said...

Ég hélt eins og Heiðdís að munurinn lægi bara í hörkunni.

Munurinn á toffee og caramel virðist vera umdeildur (skv. nokkrum heimildum). Munurinn gæti verið fólginn í þurrefnisinnihaldi eða raka, en þó virðist ekkert algilt vera í þessu. Þarf að skoða þetta betur...

Fyrir mitt leyti, þá er þessi millistífa líklegast í toppsætinu.

6:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

jebb það sem kallast caramel í usa og eru bræddar til að setja utan um eplin þeirra frægu eru best karamellllur sem ég hef smakkað geggjað góðar og mátulega mjúkar, svona næstum eins og nýjar og mjúkar töggur Mmmmmm

9:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Athyglisverð umræða!
Allt voða gott og óhollt en haltu kjafti effectinn getur komið sér vel.
Alveg óþarfi að vera að tala svona fjálglega um nammi gott þegar maður getur ekki nálgast það. Ekki geturðu sent prufur á netinu. Púfff, maður þarf bara að hugsa um bragðið!!

kveðja
Svenni

11:35 PM  
Blogger Ásdís said...

Æðislega gaman að þú skyldir hafa skrifað smá komment til mín! Þú alltaf sama ævintýramanneskjan, komin alla leið til Ástralíu!!

Annars varð mér hugsað til þín um daginn, því ein sem er að vinna með mér, vann heimsreisu á sama tíma og þú og er að fara í hana núna í haust. Hún var einmitt að spyrja hvort ég vissi tölvupóstinn hjá þér :)

En æðislega gaman allavega að hittast svona í netheimum, ég mun fylgjast með þér áfram!

P.S. Ég kannast við kærastann þinn, getur verið að hann hafi verið einu sinni á Benidorm á sama tíma og ég?

7:42 AM  
Blogger Katrin said...

hehe, karamellan getur sko verið góð ;o)

7:52 AM  
Blogger Katrin said...

sjálfsagt að vísa henni á emailið mitt, er á síðunni (ofarlega, hægra megin). alltaf gaman og athyglisvert að spjalla um ferðalög! :o)

getur meira en vel verið að gæjinn hafi verið á Benidorm á sama tíma...enda vinsæll staður!

9:39 AM  
Blogger Jon Olafur said...

Rétt er það Ásdís, ég var á Benidorm, nánar tiltekið á Benibeach hótelinu - alveg eins og þú og foreldrar þínir.
Heimurinn er alltof lítill stundum.

3:21 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter