August 3, 2006

tengslin

Reykskynjarar, reiknivélar, pappírstætarar, pennar, bangsar og uppskriftabækur.
Hvað skildu þessir hlutir eiga sameiginlegt?

*Fyrstu þrír gætu þurft rafmagn til að virka við hefðbundna notkun

*Allt nema bangsinn gæti verið hart

*Gæti verið selt í ritfangaverslun

*Finnst líklegast á nokkuð mörgum heimilum, nema kannski pappírstætarinn

*Pennar og bangsar gætu kannski talist til barnaleikfanga, það myndu reykskynjarinn og pappírstætarinn líklegast seint gera

Og hvað meir?

Pósthúsið. Já, auðvitað, pósthúsið maður! Þvílíka vöruúrvalið á sumum pósthúsunum í þessari borg, takmörkin eru sko ekki sett við frímerki, umbúðir og umslög. Onei. En ég sé bara ekki alveg tengslin á milli td reykskynjara í lausasölu, bangsa og póstþjónustu....hvað segir þú?

4 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Rétt er það, pósthúsin eru hin ágætasta verslun með fínt vöruúrval. Spurning þó hvernig verðlagningin er þar á hinum og þessum hlutum sem fást alla jafna ekki þar.
Mér brá allavegana þegar ég kom þarna inn fyrir nokkrum vikum, vanur hinum klassísku pósthúsum hér á klakanum.

10:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er svoldið svipað hér í DK, kannski ekki reikskynjarar en þetta er svona mini bókabúð eiginlega með alls konar dóti, vidjóspólum, böngsum, bókum, föndurdóti og ég veit ekki hvað og hvað, alveg ótrúlega mikið úrval af pennum líka og að sjálfsögðu alls konar flott kort til tækifærisgjafa. kv heiðdís

9:23 PM  
Blogger Katrin said...

já, þarna komu orðin sem lýsa þessu sko mjög vel....mini bókabúð! :o)

2:56 AM  
Blogger Rannveig Magnúsdóttir said...

Haha, var búin að gleyma þessu en jú einmitt, maður getur farið á pósthús og næstum gert jólagjafainnkaupin ;) alveg magnað, knús, Rannveig

9:54 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter