October 23, 2007

freyðivín og súkkulaði

Í einu námskeiði þessa önnina, voru 12 hópar; hver hópur greindi breytingu hjá fyrirtæki að eigin vali. Greiningin studdist við kenningar í breytingastjórnun og svo þurfti að koma með tillögur að úrbótum. Sett saman skýrsla uppá einhverja tugi blaðsíðna og útbúin stutt kynning (powerpoint) á dæminu.

Mínútu áður en fyrsta kynningin byrjaði, sagði kennarinn að það væru verðlaun:
ein freyðivínsflaska og fínasta belgískt súkkulaði, stór kassi.
Kynningin sem væri best að kennarans mati, fengi eina freyðivín og belgíska fíneríið.
Kynningin sem væri valin best af áhorfendum (people´s choice), fengi líka eina freyðandi og belgískt eðalsúkkulaði.
Þetta var fyrir viku síðan.

Í kvöld var spenna í salnum, því í kvöld skildu verðlaunin afhent. Að bíða í tvo og hálfa klukkustund var einsog að bíða eftir því að opna jólapakkana þegar maður var fimm ára - þvílík eftirvænting!
og biðin virtist aldrei ætla taka enda...

en svo kom loksins að því...

hópurinn minn vann bæði verðlaunin!!! :o)
(það er að segja bæði frá kennaranum og people´s choice)
og við klöppuðum og brostum út að eyrum
og klöppuðum og brostum svo innilega
þetta andartak var alveg frábært - svo sætt, svo svakalega ljúft

en þar sem það gekk nú ekki að láta einn hóp fá öll verðlaunin, fengum við bara önnur. Það er að segja eina freyðivínsflösku og einn kassa af dúndurgóðu belgísku súkkulaði. Ég er vel sátt.

Þetta er sko almennilegur kennari - að hafa flott verðlaun í boði ;o)

October 15, 2007

um 30 - frábært!

Núna er klukkan 4 eftir hádegi og það er rétt tæplega 30 gráðu hiti.
Og akkurat þetta hitastig finnst mér mjög þægilegt; ekki of heitt, ekki of kalt.

Bara frábært :o)

Eitthvað hefur þessi hiti hins vegar farið illa í nágranna mína; að minnsta kosti miðað við öskrin og barsmíðarnar, þá hefur annaðhvort heimilisofbeldi eða eitthvað í þeim dúr verið í gangi.

October 13, 2007

baunasalat

Þá eru stóru verkefnaskilin í skólanum búin - bara nokkrir dagar eftir í kennslu og svo blasa prófin við. Mikið vildi ég að það væri hægt að hraðspóla áfram þar til seinnipartinn 21. nóvember. Mér finnst próf og próflestur með eindæmum leiðinleg fyrirbæri - klárlega dánsædið af því að vera í skóla.

-nóg um þessi próf-

Í gær....langaði mig í eitthvað fljótlegt og í léttara laginu í kvöldmat. Þetta ljúffenga baunasalat varð fyrir valinu.

salat (cos)
fjórar týpur af baunum
(kjúklinga, nýrna og tvær aðrar
- bara svona fjögurra-bauna-blanda úr dós)
maískorn
ólífur
sveppir
græn paprika
strengjabaunir

Allt dótið skorið niður (nema baunir+maís+ólífur!). Strengjabaunirnar settar útí sjóðandi vatn í örstutta stund. Sveppirnir og paprikan sett á pönnu í smá tíma, bragðbætt með engifer og cumin.

Öllu saman smellt í skál ásamt smá skvettu af extra virgin olive oil.

Baunasalat hljómar ef til vill frekar ógirnilegt en þetta var alveg gríðarlega gott!!

October 2, 2007

hráslagalegt vor

það á að heita vor....

en vetrarjakkinn hefur verið notaður að undanförnu.

þó það séu ef til vill einhverjar 17/20 gráður á hitamælinum...

þá er barasta skítakuldi.


Svona er þessi vindur.
Íslenska rokið er flutt til Melbourne.
mortgage brokers
mortgage brokers Counter