October 23, 2007

freyðivín og súkkulaði

Í einu námskeiði þessa önnina, voru 12 hópar; hver hópur greindi breytingu hjá fyrirtæki að eigin vali. Greiningin studdist við kenningar í breytingastjórnun og svo þurfti að koma með tillögur að úrbótum. Sett saman skýrsla uppá einhverja tugi blaðsíðna og útbúin stutt kynning (powerpoint) á dæminu.

Mínútu áður en fyrsta kynningin byrjaði, sagði kennarinn að það væru verðlaun:
ein freyðivínsflaska og fínasta belgískt súkkulaði, stór kassi.
Kynningin sem væri best að kennarans mati, fengi eina freyðivín og belgíska fíneríið.
Kynningin sem væri valin best af áhorfendum (people´s choice), fengi líka eina freyðandi og belgískt eðalsúkkulaði.
Þetta var fyrir viku síðan.

Í kvöld var spenna í salnum, því í kvöld skildu verðlaunin afhent. Að bíða í tvo og hálfa klukkustund var einsog að bíða eftir því að opna jólapakkana þegar maður var fimm ára - þvílík eftirvænting!
og biðin virtist aldrei ætla taka enda...

en svo kom loksins að því...

hópurinn minn vann bæði verðlaunin!!! :o)
(það er að segja bæði frá kennaranum og people´s choice)
og við klöppuðum og brostum út að eyrum
og klöppuðum og brostum svo innilega
þetta andartak var alveg frábært - svo sætt, svo svakalega ljúft

en þar sem það gekk nú ekki að láta einn hóp fá öll verðlaunin, fengum við bara önnur. Það er að segja eina freyðivínsflösku og einn kassa af dúndurgóðu belgísku súkkulaði. Ég er vel sátt.

Þetta er sko almennilegur kennari - að hafa flott verðlaun í boði ;o)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með verðlaunin, nammi namm! Ekkert smá flott að hafa verðlaun fyrir verkefni :)))

8:22 AM  
Blogger Katrin said...

Takki takk :o)

ójá - sko svaka flott að hafa svona verðlaun í boði!

4:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju, ekki var þetta slæmt fyrir súkkulaði unnandann ;)

2:09 PM  
Blogger Jon Olafur said...

Sukkulaðigrís, til lukku með húkkulaðið og vínið :D

4:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

til lukku með þetta ;o) Ekki slæmt að fá súkkulaði..

7:00 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter