September 17, 2007

dýrðlegt súkkulaði


Það eru tvær súkkulaðibúðir hér í Melbourne, sem eru alveg hreint dýrðlegar. Kíkti á annað þessara dýrðlegu súkkulaðihúsa um daginn og prófaði heitt súkkulaði með kanel - þvílíkt lostæti.


Þessi mynd er frá því í júlí - þegar vænn drengur splæsti í súkkulaðiveislu handa dömunni sinni...
Í oggu ponsu pínulitlum bæ, sem þessi sami drengur og stúlka heimsóttu í júlí, leyndist dýrindis súkkulaðiverslun. Og auðvitað varð að prófa eins og einn mola með heitu súkkulaðinu.


September 8, 2007

nammigott

nenniggi elda kvöldmat
+ "hef ekki lyst á því að borða neitt af því sem mér hefur dottið í hug"
= þetta hérna...

græn paprika
rauð paprika
kúrbítur
brokkolí
strengjabaunir
svartar ólífur

skorið niður
og svo smellt á pönnu ásamt vænum slurki af hnetum

kjúklingabaunir (úr dós) - amm, líka á pönnuna

kjúklingabringa, skorin í litla bita og elduð.
bætt útí grænmetið+ sem er á pönnunni

bragðbætt með lime safa, chermoula, koríander og engifer

ferlega fljótlegt,
og skruggu-gott :D
mortgage brokers
mortgage brokers Counter