December 24, 2008

Jólakveðja frá Melbourne

Jæja, þá er sumarveðrið loksins komið hér í borg; sól, sól, sól flesta daga og smá hiti. Enda tími til kominn að sumarið léti sjá sig - kaldur og vindasamur vetur að baki. Síðustu dagana höfum við rölt um á stuttbuxum og stuttermabol, horfandi á jólaskreytingar og hlustandi á jólalög. Hálf undarlegt - en verulega ljúft :o)
Þessi jólin verða því doldið spes; stuttbuxur, stuttermabolur, sól, hiti, sólarvörn, sólgleraugu og grill með félögum. Hljómar vel!

Kæru vinir og ættingjar, ég óska ykkur gleðilegra jóla. Megi nýja árið vera ykkur friðsælt og hamingjuríkt.

December 12, 2008

gráðan í höfn

þá er það staðfest...mastersgráða í viðskiptafræði (stjórnun) er í höfn!! :o)

Kvöldverður útskriftarhópsins var í gærkvöldi og það var mikið gaman. Dýrindis veitingar, ljúfir djass tónar og yndislegt fólk. Svo komu einkunnirnar í dag - bros út að eyrum, gráðan í höfn :o)

Kæru vinir og ættingjar, takk kærlega fyrir stuðninginn - án ykkar hefði þetta nám verið töluvert erfiðara.
mortgage brokers
mortgage brokers Counter