March 3, 2008

Kuldaskóli

Fyrsti kennsludagurinn í skólanum í dag og ég hlakka mikið til að mæta í tíma dagsins (hegðun fólks í skipulagsheildum).
Eitthvað um 30 gráðu hiti utandyra, mmmm, þægilegt að vera utandyra.
Í kennslustofunni í skólanum er kalt, sem er bara fínt þegar maður vill aðeins kæla sig eftir hitann úti. Það er kveikt á loftræstingunni í kennslustofunni.
Bráðlega er hitastigið innandyra örugglega komið ansi nálægt ísskápshitastigi.

Í frímínútunum þyrpast nemendurnir út, hver í kapp við annan, til að hlýja sér - allir að farast úr kulda þarna inni.

öfugsnúið?

Svo eftir kuldatímann, fer maður aftur út í hitann; tyllir sér á litlar tröppur hjá skólanum og lætur sólina bræða frostnar tásurnar og kuldalamaða fingurna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló. Gaman að Jón sé kominn til þín til Ástralíu. Endilega haltu áfram að blogga, annars þá uppgötvaði ég að Jón Ólafur er góður penni svo ég kíki bara á hans blogg líka. Bið að heilsa ykkur. Kveðja frá Danaveldi.

8:37 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter