August 31, 2008

óperudagur

Í gær (laugardag) var óperudagur.

Vorum mætt snemma til að vera við svokallað pre-concert talk.
Eftir það skoðuðum við okkur um í húsinu sem tónleikarsalurinn er í (smá stórt hús, eru til dæmis rúllustigar á milli sumra hæða).

Og svo byrjaði fíneríið; Hollendingurinn fljúgandi.
Sinfóníuhljómsveit Melbourne, stóóóór kór og einsöngvarar.
Óperan var fínasta skemmtun. Svo hvítvín og góður matur á eftir.
Í stuttu máli; alveg frábært kvöld.


Finnst annars eins og lífið mitt sé á hraðri áframspilun þessa dagana; dagarnir fljúga áfram.
Skólinn virðist nýbyrjaður - en nú þegar eru fimm vikur liðnar af þessari önn.

August 2, 2008

Fólkið með fánann - tónleikar Sigur Rós í Melbourne

Sigur Rós var með tónleika hér í Melbourne í gær.
Og
meðal áhorfenda í salnum voru fimm Íslendingar og félagar þeirra :o)

Vorum komin frekar snemma á tónleikana. Litla fólkið (ég) vildi nefnilega vera framarlega til að sjá nú eitthvað af fólkinu á sviðinu.

Það sem tók við var...
miiiikið fín tónlist
flott og töff listræn umgjörð
...og við með íslenska fánann.

Það að vera á tónleikum með Sigur Rós og sveifla íslenska fánanum í takt við tónlistina, var sérstök tilfinning.
Þarna vorum við, fimm Íslendingar, svo órafjarri Íslandi - landinu okkar
Að hlusta og horfa á Sigur Rós - samlanda okkar
Að hlusta á einstaka orð á íslensku - tungumálinu okkar
Að sveifla íslenska fánanum - fánanum okkar

Og þjóðarstoltið blossaði sem aldrei fyrr.

Í mannhafinu vorum við fimm eins og Ísland í Atlantshafinu; fámenn og stolt.

Hljómsveitin virtist hafa tekið eftir litla fánanum okkar; fengum sérstakt klapp frá Jónsa í lok tónleikanna :o)

mortgage brokers
mortgage brokers Counter