October 13, 2007

baunasalat

Þá eru stóru verkefnaskilin í skólanum búin - bara nokkrir dagar eftir í kennslu og svo blasa prófin við. Mikið vildi ég að það væri hægt að hraðspóla áfram þar til seinnipartinn 21. nóvember. Mér finnst próf og próflestur með eindæmum leiðinleg fyrirbæri - klárlega dánsædið af því að vera í skóla.

-nóg um þessi próf-

Í gær....langaði mig í eitthvað fljótlegt og í léttara laginu í kvöldmat. Þetta ljúffenga baunasalat varð fyrir valinu.

salat (cos)
fjórar týpur af baunum
(kjúklinga, nýrna og tvær aðrar
- bara svona fjögurra-bauna-blanda úr dós)
maískorn
ólífur
sveppir
græn paprika
strengjabaunir

Allt dótið skorið niður (nema baunir+maís+ólífur!). Strengjabaunirnar settar útí sjóðandi vatn í örstutta stund. Sveppirnir og paprikan sett á pönnu í smá tíma, bragðbætt með engifer og cumin.

Öllu saman smellt í skál ásamt smá skvettu af extra virgin olive oil.

Baunasalat hljómar ef til vill frekar ógirnilegt en þetta var alveg gríðarlega gott!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kveðja héðan frá bauninni;)

9:55 AM  
Blogger Katrin said...

hehe :D

6:05 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter